Hrinan er enn í gangi en yfir 6000 jarðskjálftar hafa verið staðsettir
Kröftug jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga upp úr kl. 10 þann 24. febrúar. með skjálfta af stærð 5,7 og öðrum 5,0 að stærð um hálfri klukkustund síðar. Skjálftarnir fundust víða á Suðvesturhorninu og allt norður í Húnaþing og vestur á Ísafjörð. Um 20 skjálftar yfir M4,0 hafa mælst og fjölmargir yfir þremur stigum. Stærsti skjálftinn í gærkveldi (26. febrúar) var 4,9 að stærð og varð kl. 22:38. Hann fannst víða á SV horni landsins.
Svona hrinur eru ekki einsdæmi á þessu svæði t.d. mældust um fimm skjálftar 10. júní 1933 sem voru af stærð 4,9 til 5,9 við Fagradalsfjall. Hrinan er enn í gangi en yfir 6000 jarðskjálftar hafa verið staðsettir með sjálfvirka jarðskjálftamælikerfi Veðurstofu Íslands frá því að hrinan hófst.
í dag (27.feb.) kl.08:07 varð jarðskjálfti 5,2 að stærð, um 2.5 NA af Fagradalsfjalli. Fjöldi eftirskjálftar hafa mælst.
Skrifað af vakthafandi jarðvísindamanni 27. feb. 09:06
Stærstu skjálftar síðustu 48 klst
Stærð | Tími | Staður | |
---|---|---|---|
5,2 | 27. feb. 08:07:44 | 2,7 km NA af Fagradalsfjalli | |
4,9 | 26. feb. 22:38:43 | 3,1 km SV af Keili | |
4,6 | 26. feb. 20:08:09 | 3,2 km SV af Keili |
Discussion about this post