Forseti Pólska FA, Cezary Kulesza, sagði á Twitter: „Ekki fleiri orð, kominn tími til að bregðast við! Vegna harðrar árásar rússa í garð Úkraínu ætlar pólska landsliðið ekki að spila umspilsleikinn gegn Rússlandi“
Pólland hefur neitað að spila umspilsleik á HM gegn Rússlandi í næsta mánuði vegna innrásarinnar í Úkraínu, samkvæmt pólska knattspyrnusambandinu. Forseti knattspyrnusambandsins, Cezary Kulesza, staðfesti það á Twitter.
Fyrirliðinn og markaskorarinn í Póllandi, Robert Lewandowski, sagði einnig á Twitter: „Ég get ekki ímyndað mér að spila leik með rússneska landsliðinu þegar við horfum upp á að vopnað stríð í Úkraínu er í gangi.“
Sænska knattspyrnusambandið sagði líka að þeir myndu ekki spila gegn Rússlandi vegna innrásarinnar.
Umræða