Vladimír Pútín Rússlandsforseti hrósaði her sínum í hástert í sjónvarpsávarpi nú í morgun og sagði að hermenn hans hefðu verið að uppfylla skyldur sínar til að aðstoða íbúa Donbas-héraðs.
Zelensky Úkraínuforseti sagði að nóttin hafi verið skelfileg og að Rússar hefðu gert árásir á byggingar almennra borgara í landinu en hann lýsti jafnframt yfir vilja til að semja um frið.
„Auðvitað viljum við hittast og ræða frið og við viljum að stríðinu ljúki. Við höfum boðið Rússum að hittast í Varsjá, Bratislava, Búdapest, Istanbúl, Bakú eða í þeirri borg sem hentar báðum aðilum“ sagði Zelensky.
Rússar myrða almenna borgara í Úkraínu – Vörum við myndbandi
Discussion about this post