,,Í ljósi óvæginnar umfjöllunar íslenskra fréttamiðla um WOW air undanfarið, óskar Íslenska flugmannafélagið ÍFF, stéttarfélag flugmanna WOW air, eftir rannsókn á hlunnindum og sporslum til blaðamanna s.s. frímiðahlunnindum frá helsta samkeppnisaðila WOW air.“
Borist hefur beiðni frá Íslenska flugmannafélaginu ÍFF, sem er stéttarfélag flugmanna hjá flugfélaginu WOW air. Um að formaður Blaðamannafélags Íslands rannsaki skrif blaðamanna að undanförnu um flugfélagið WOW air og þær hræringar sem að hafa verið þar að undanförnu sem að tengjast m.a. endurfjármögnun ofl.
„Í ljósi óvæginnar umfjöllunar íslenskra fréttamiðla um WOW air undanfarið óskar Íslenska flugmannafélagið ÍFF, stéttarfélag flugmanna WOW air, eftir rannsókn á hlunnindum og sporslum til blaðamanna s.s. frímiðahlunnindum frá helsta samkeppnisaðila WOW air. Við óskum eftir að þetta verði kannað m.t.t. gagnsæis blaðamanna gagnvart lesendum sínum.“ Segir m.a. í bréfi Íslenska flugmannafélaginu ÍFF sem að félagið sendi á formann Blaðamannafélags Íslands.
„Ennfremur viljum við láta kanna heimildaröflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air hverju sinni, þar sem margir þeirra reiða sig m.a. á upplýsingar frá bloggara, búsettum í Svíþjóð, sem er sjálfskipaður helsti sérfræðingur Íslands í flugmálum,“ segir jafnframt í bréfinu en um fátt annað getur verið um að ræða en skrif á vefnum túristi.is. Þess ber að geta að Fréttatíminn kaus að fjalla sem minnst um málefni WOW air á meðan að á þessum miklu hræringum stóð, vegna mikillar reynslu. Var það metið sem svo að óábyrgt væri að setja fram traustar og öruggar fréttir í þeirri ólgu sem að samningar geta verið í og ekki hægt að reiða sig á efndir eða vanefndir í þeim efnum. Furðaði ritstjórn sig jafnframt á sumum upplýsingum sem að komu frá öðrum miðlum og tók engan þátt í þeim vafasama leik að varpa fram óábyrgum fréttum eða jafnvel áróðri sem að var svo hugsanlega ekki hægt að standa við, eðli málsins samkvæmt.
Hér er hægt að lesa bréfið í heild :
„Í ljósi óvæginnar umfjöllunar íslenskra fréttamiðla um WOW air undanfarið, óskar Íslenska flugmannafélagið ÍFF, stéttarfélag flugmanna WOW air, eftir rannsókn á hlunnindum og sporslum til blaðamanna s.s. frímiðahlunnindum frá helsta samkeppnisaðila WOW air. Við óskum eftir að þetta verði kannað m.t.t. gagnsæis blaðamanna gagnvart lesendum sínum.
Ennfremur viljum við láta kanna heimildaröflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air hverju sinni, þar sem margir þeirra reiða sig m.a. á upplýsingar frá bloggara, búsettum í Svíþjóð, sem er sjálfskipaður helsti sérfræðingur Íslands í flugmálum og oftar en ekki vitnað í órökstuddar hugleiðingar hans.
Með von um sýndan skilning og jákvæð viðbrögð, Stjórn ÍFF“