Bæði 2. og 3. vinningur gengu út þessa vikuna og má segja að báðir vinningsflokkar séu al-íslenskir í þetta sinn en það var heppinn Íslendingur sem náði að krækja sér í rúmlega 31.4 milljónir en hann var einn með óskiptan 2. vinning.
Lukkumiðinn var keyptur á heimasíðunni okkar, lotto.is. 3. vinningur kom á miða sem var keyptur í Krambúð við Hringbraut í Reykjanesbæ og fær eigandi hans rétt tæplega 3,3 milljónir í vinning. Tveir voru með fjórar réttar tölur í Jóker og fá 100 þúsund kall í vinning, annar miðinn var keyptur á lotto.is en hinn er í áskrift.
Umræða