Tveir jarðskjálftar, sá fyrri 4,2 og sá seinni 3,9 að stærð, fundust vel á Kópaskeri og í Kelduhverfi í kvöld en mikil skjálftavirkni hefur verið skammt suðvestur af Kópaskeri s.l. daga. Veðurstofan hefur fengið margar hringingar í kvöld frá Kópaskeri og Kelduhverfi í kvöld frá fólki sem segist hafa fundið fyrir skjálftunum.
Í gær mældust hátt í 350 skjálftar á þessu svæði og í dag hafa þeir verið nærri 500 talsins. Um klukkan hálf níu í kvöld mældust svo tveir stórir skjálftar, sá stærri 4,2 að stærð.
Umræða