Flugvél frá flugfélaginu Lufthansa hefur óskað eftir neyðarlendingu á Keflavíkurflugvelli vegna reyks um borð. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að viðbúnaður sé töluverður. Vísir.is greindi fyrst frá og þar kemur fram að flugvélin eigi að lenda um eitt leitið í dag en Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir að samkvæmt litakóða sé útkallið merkt rautt. Slökkvilið er því með töluverðan viðbúnað á Keflavíkurflugvelli.
Flugvélin var á leið frá Þýskalandi til Bandaríkjanna. – Flugvélinni hefur verið lent á Keflavíkurflugvelli samkvæmt uppfærðri frétt en upplýsingafulltrúi Isavia hefur ekki nánari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Umræða