Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti var nokkuð harðorður í ræðu í gærkvöld þar sem hann fór fram á að ríki Evrópu og Bandaríkin útveguðu Úkraínu fleiri flugvélar, skriðdreka, eldflaugavarnarkerfi og fleiri vopn.
Hann benti á að það væri útilokað að skjóta niður eldflaugar Rússa með byssum og ekki hægt að losa Mariupol úr herkví án skriðdreka og flugvéla. Það viti allir, bæði deyjandi fólk í borginni sem og bandarískir og evrópskir stjórnmálamenn.
Umræða