Tvö snjóflóð féllu í Neskaupstað í morgun, fyrra flóðið féll rétt utan við bæinn en seinna flóðið féll á nokkur hús og óvíst er með ástand íbúa.
Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, sagði í Morgunútvarpinu á Rás 2 á níunda tímanum að engin alvarleg meiðsl hefðu orðið á fólki en rúv birti fyrst fréttir af flóðunum og greinir ítarlega frá á vef sínum. Þá hefur komið fram að flóðið hafi fallið á fjölbýlishús.
Fjöldahjálparstöð í félagsheimilinu í Egilsbúð
Hann segir í viðtalinu að búið sé að rýma hús í Starmýri í Neskaupsstað þar sem flóðið féll í morgun. Unnið er á rýmingu annarra gatna á sama svæði. Þá er búið að opna fjöldahjálparstöð í félagsheimilinu í Egilsbúð.
„En ástand íbúanna er ágætt. Það voru einhver smávægileg meiðsl en ekki mikil að mér skilst,“ segir Jón Björn. Hann segir að rúður hafi brotnað og smávægileg meiðsl orðið í kringum það. Samkvæmt hans upplýsingum hafi flóðið ekki tekið með sér veggi eða slíkt.
Umræða