Helstu tíðindi frá lögreglu 26. desember kl. 17:00 til 27. desember kl. 05:00. Alls eru bókuð 52 mál á tímabilinu og þar eru þessi mál, að viðbættri ýmissi aðstoð við borgarana, helst:
Vinnuslys í hverfi 105, en þar hafði starfsmaður fyrirtækis drukkið eiturefni í misgripum fyrir vatn. Sá var fluttur með sjúkraliði á slysadeild LSH til aðhlynningar.
Óskað aðstoðar vegna líkamsárásar í hverfi 103, þar sem hnífi var beitt við árásina. Árásaraðilinn reyndi að hlaupa undan lögreglu, en lögreglumenn reyndust heldur þolbetri, hlupu hann uppi og handtóku. Sá var vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins. Árásarþoli hlaut minniháttar áverka.
Ökumaður sektaður fyrir að aka bifreið sviptur ökuréttindum, en sá hefur margítrekað ekið bifreið sviptur.
Umræða