• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Fimmtudagur, 21. september 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Gjaldskrár vatnsveitna teknar til skoðunar eftir úrskurð

ritstjorn by ritstjorn
27. apríl 2019
in Fréttir, Innlent
0
Share on FacebookShare on Twitter

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur í nýlegum úrskurði komist að þeirri niðurstöðu að álagning Orkuveitu Reykjavíkur á vatnsgjaldi ársins 2016 hafi verið ólögmæt. Í kjölfar úrskurðarins hefur ráðuneytið, á grundvelli eftirlitshlutverks síns í sveitarstjórnarlögum, ákveðið að taka til skoðunar gjaldskrár allra sveitarfélaga, sem settar hafa verið á grundvelli laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004.
Í úrskurði ráðuneytisins segir, að með hliðsjón af 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga, sé með öllu óheimilt í gjaldskrá að ákveða hærra gjald en nemur meðalkostnaði af því að veita þjónustuna. Samkvæmt skýru orðalagi 1. mgr. 10. gr. skuli vatnsgjaldi, ásamt öðrum tekjum vatnsveitu, aðeins ætlað að standa undir rekstri vatnsveitunnar. Undir það falli einnig fjármagnskostnaður, fyrirhugaður stofnkostnaður samkvæmt langtímaáætlun veitunnar og kostnaður við að tryggja nægilegt vatn til slökkvistarfs og fyrir sérstakan slökkvibúnað í samræmi við skyldur veitunnar. Í lögum eða reglugerð væri á hinn bóginn hvergi að finna ákvæði, sem heimilar að tekinn sé arður af starfsemi vatnsveitu.
Í úrskurðinum kemur einnig fram, að miðað við fyrirliggjandi gögn og umsögn Orkuveitunnar, telji ráðuneytið ljóst að arðsemi fyrirtækisins umfram fjármagnskostnað sé að lágmarki um 2%. Ákvæði gjaldskrár Orkuveitunnar vegna álagningar ársins 2016 væru að þessu leyti í andstöðu við ákvæði 1. mgr. 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga. Loks gefi fyrirliggjandi gögn til kynna að Orkuveitan hafi á undanförnum árum haft umtalsverðan arð af starfsemi sinni og muni svo verða áfram, sbr. fjárhagsáætlun fyrir árin 2017 til 2021.
Úrskurður í kæru vegna álagningar Orkuveitu Reykjavíkur á vatnsgjaldi ársins 2016

  • Bubbi er ósáttur

    Bubbi er ósáttur

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • ,,Ef þetta er rétt vantar um 20 milljarða í íslenskt hagkerfi á hverju ári“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Reyndist ekki vera leiðindaskarfur

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Mikilvægum áfanga náð í undirbúningi Sundabrautar

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?