Nafn hinnar ungu Gretu Thunbergs, 16 ára baráttukonu vegna loftslagsmála, var notað til þess að laða að nýja fjárfesta að fyrirtæki, án þess að hún vissi af því.
Í 120 bls. kynningu fyrirtækisins We Don’t Have Time Ltd, er Greta Thunberg nefnd ellefu sinnum sem sérstakur stuðningsaðili þess. Sænska Dagblaðið segir að virði fyrirtækisins hafi hækkað um 150 milljónir króna eftir að nafn hennar var notað í kynningum fyrirtækisins.
Fyrirtækið segist vera að byggja upp áætlun til að bjarga loftslagsmálum í heiminum og hefur fengið athygli fjölmiðla um allan heim, vegna meintrar aðkomu Thunberg að verkefninu. Stofnandi félagsins, athafnamaðurinn Ingmar Rentzhog hefur opinberlega beðist afsökunar á því að hafa misnotað nafn hinnar 16 ára gömlu Gretu til þess að fegra fyrirtækið sem að hann stýrir.
,,Þeir hafa viðurkennt að þeir gerðu þetta án þess að hafa samband við mig eða fjölskyldu mína. Þeir hafa iðrast þess sem að þeir gerðu og ég fyrirgef þeim. Ég geri það sem ég geri varðandi baráttu mína, algerlega án þess að þiggja fyrir það greiðslur og ég hef ekki samþykkt móttöku á peningum eða þess háttar, á nokkurn hátt. “ Skrifaði Greta Thunberg á Facebook síðu sína.
,,Greta hefur ekki haft neitt með þetta fyrirtæki að gera og það er óheppilegt að hún sé notuð svona í viðskiptum, segir pabbi Gretu, Svante Thunberg við Sænska Dagblaðið.
https://www.facebook.com/gretathunbergsweden/photos/a.733630957004727/773673599667129/?type=3