Rússar hafa gefið út óformlega hótun um að þeir muni ráðast á bresk skotmörk ef flutningi á vopnum til Úkraínu verði ekki hætt. The Sun hefur eftir talskonu utanríkisráðherra Rússlands, Mariu Zakharovu, að aðildarríki NATO, sem flutt hafi vopn til Úkraínu séu að „stuðla beint að dauða og blóðsúthellingum í Úkraínu.“
Rússland hafi því fullt leyfi til að ráðast á skotmörk sem staðsett eru í aðildarríkjum NATO og að „Bretland sé eitt af þessum löndum.“ Yfirlýsingin er gefin út rétt eftir að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, varaði við að hættan á þriðju heimstyrjöldinni væri nú „umtalsverð.“
Umræða