Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Magnús Aron Magnússon, 21 árs karlmann, í sextán ára fangelsi fyrir að myrða Gylfa Bergmann Heimisson, nágranna sinn, með hrottafengnum hætti í Barðavogi í Reykjavík síðasta sumar. Vísir greindi fyrst frá.
Þá var hann dæmdur til að greiða aðstandendum 31,5 milljónir króna í bætur. Geðlæknar voru sammála um að Magnús hefði þurft geðræna aðstoð fyrir löngu síðan. Faðir hans hafi komið í veg fyrir að hann fengi einhverfugreiningu og hann hafi alist upp við ofbeldi og vanrækslu. Hann var þó talinn sakhæfur.
Umræða