Titilbarátta Liverpool er að öllum líkindum lokið eftir 2-2 jafntefli gegn West Ham í leik sem var að ljúka rétt í þessu. Liverpool tapaði einnig síðasta leik sínum á heimavelli gegn erkifjendum sínum í Everton.
Stuðningsmenn Liverpool bundu miklar vonir við síðasta tímabil Jurgen Klopp en hefur sá þýski ekki náð nægilega góðum tökum á liðinu og telja margir hann sé kominn aftur heim til Þýskalands í huganum eftir að hafa klúðrað sínum málum harkalega í Evrópudeildinni gegn Atalanta.
Liverpool á þrjá leiki eftir í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og eru þeir gegn Tottenham þann 5. maí, Aston Villa þann 13. maí og Wolves þann 19 maí.
Liverpool situr í þriðja sæti í deildinni en Manchester City á tvo leiki til góða og Arsenal einn leik til góða á þá.
Líkur á að Liverpool vinni deildina eru nú undir 2%.