Veislan byrjaði með látum í Þjórsá
,,Fyrsti laxarnir eru komnir á land í Þjórsá og núna eru alla vega komnir 6 fiskar, Stefán Sigurðsson veiddi þann fyrsta,, sagði Harpa Hlín Þórðardóttir er Fréttatíminn spurði um opnunina í Þjórsá í morgun sárrið.
En veiðin hófst snemma í morgun og stendur yfir ennþá, vatnið er mikið eftir miklar rigningar en laxinn er mættur. Fjörið er byrjað!
Mynd Stefán: Einn af fyrstu löxunum í Þjórsá kominn á land bolta fiskur.
Umræða