.
Strandveiðibátar hafa fiskað vel í maí. Afli allra svæða er meiri enn í fyrra og mun fleiri bátar hafa hafið veiðar.
Heildarafli hefur aukist um rúmlega þriðjung milli ára og er þorskaflinn kominn í 1.861 tonn. Mest er aukningin á svæði D. Afli þar fer úr 285 tonnum í 519 – 82%. Það er í samræmi við fjölda landana sem segir allt til um tíðarfarið.
Fiskistofa hefur gefið út 507 leyfi til strandveiða og hafa 457 bátar nú þegar hafið veiðar. Sambærilegar tölur á sama tíma í fyrra voru 451 og 390. Landanir voru í lok 13. dags strandveiða sl. fimmtudag komnar í 3.060, 906 fleiri en í fyrra, 42% aukning. Að sögn Landssambands smábátaeigenda.
Umræða