Allt ætlaði um koll að keyra á Twitter í gærkvöldi og í nótt þegar Atli Fannar Bjarkason, fjölmiðlamaður og samfélagsmiðlastjóri RÚV, birti skopmynd sem sýnir Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, í líki trúðs.
Brynjar var gestur Kastljóss á RÚV í gærkvöldi þar sem hann ræddi um „skæruliðadeild“ Samherja með Þórði Snæ Júlíussyni, ritstjóra Kjarnans. Margir voru ósammála málflutningi Brynjars á Twitter. Hrinbraut birti frétt um uppákomuna.
Atli Fannar birti svo eftirfarandi mynd á Twitter og sagði „kastljósið í kvöld var afhjúpandi“: Sjá nánar um umfjöllunina hér á Hringbraut.is
kastljósið í kvöld var afhjúpandi pic.twitter.com/W4Nq2J89VM
— Atli Fannar (@atlifannar) May 26, 2021
Umræða