Bankasýsla ríkisins og Íslandsbanki hafa staðfest að haldið verður áfram með sölu á Íslandsbanka fyrir lok júní. Þetta kemur fram í tilkynningu bankans í morgun. Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi ársins.
Bankasýsla ríkisins, fyrir hönd Ríkissjóðs Íslands, og Íslandsbanki hf., staðfesta áform sín um að hefja hlutafjárútboð og í framhaldinu skráningu hlutabréfa Íslandsbanka á aðalmarkað Nasdaq Iceland.
Fyrirhugað útboð mun ná til þegar útgefinna hluta í Íslandsbanka. Útboðið og tímasetning þess er m.a. háð markaðsaðstæðum.
https://gamli.frettatiminn.is/18/01/2021/segir-ad-langbest-se-ad-selja-islandsbanka-nuna-brunautsala-i-midjum-heimsfaraldri/
Discussion about this post