
„Ég mun ræða við mitt fólk hjá Prestafélagi Íslands um það í hvaða stöðu ég er settur. Það mál er á það viðkvæmu stigi að það væri óskynsamlegt að tala mikið um það í fjölmiðlum fyrr en að loknum þeim samtölum.“ Sagði séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju í viðtali við Mbl.is í dag. Hann telur hörð ummæli sín um þinglið og ráðherra Vinstri grænna ekki koma því við að formaður flokksins og forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, sé fyrrverandi sambúðarkona hans.
Nú hefur Davíð Þór komið sér í sjálfskipað fjölmiðlabann eftir það moldviðri sem á undan er gengið, Biskup Íslands reyndi að þagga niður í honum í gær en nú hefur Davíð Þór ákveðið að fara í pásu í bili.
,,Var í viðtali í morgunútvarpinu í morgun. Hef nú sett sjálfan mig í tímabundið fjölmiðlabann – a.m.k. hvað varðar mál vikunnar – enda hef ég litlu við það að bæta sem komið er fram. Fyrir þá sem vilja heyra það síðasta sem ég hef um málið að segja – a.m.k. í góðu bili – þá er hlekkur á það hér.“ Segir séra Davíð Þór Jónsson
,,Bjó aldrei með forsætisráðherra – það var allt önnur manneskja“
Discussion about this post