Hitaspáin fyrir vikuna lítur vel út fyrir komandi viku og spáð er allt að 26 stiga hita á norðaustur hluta landsins á þriðjudaginn
Hugleiðingar veðurfræðings
Áfram verður hlýtt loft yfir landinu næstu daga. Hins vegar verður mestu hlýindunum misskipt á milli landshluta. Áveðurs, það er um landið vestanvert verður lengst af skýjað og einhver væta af og til með hita 8 til 15 stig. Á meðan austur helmingur landsins fær mun meira sólskin og einnig meiri hita. Þar verður lengstum léttskýjað og þegar best lætur geta mann jafnvel séð 25 stiga múrinn rofinn.
Hafa ber í huga að þá daga sem gert er ráð fyrir mesta hitanum fyrir austan, verður einnig mestur vindur enda byggja hitatölurnar að hluta á því að halda hafgolunni frá og landáttin hlýnar á leið sinni yfir landið og ekki minst þegar loftið leitar niður á láglendi eftir för síðan yfir hálendið.
Því þurfa ferðalangar að fylgjast vel með spám og veðurathugunum því húsbílar og ekki minnst hjólhýsi eru mjög viðkvæm fyrir vindi.
Veðuryfirlit
300 km NA af Jan Mayen er 992 mb lægð sem fer ANA, en um 1200 km SSV í hafi er 1029 mb hæð. Skammt A af Ammassalik er 1005 mb smálægð á A-leið.
Samantekt gerð: 27.06.2021 07:58.
Veðurhorfur á landinu
Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og skýjað, en bjart með köflum um landið A-vert. Hiti 10 til 15 stig SV- og V-lands, en víða 15 til 25 stig í öðrum landshlutum, hlýjast SA-til. Léttir heldur til á morgun, en sums staðar þoka við ströndina.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðvestan 3-5 og skýjað en úrkomulítið, hiti 9 til13 stig.
Spá gerð: 27.06.2021 09:21. Gildir til: 29.06.2021 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Gengur í sunnan og suðvestan 8-15 m/s. Súld eða dálítil rigning V-lands, hiti 10 til 15 stig. Léttskýjað um landið A-vert og hiti að 25 stigum, hlýjast NA-til.
Á miðvikudag:
Suðvestan 8-13 og léttskýjað A-lands, en skýjað og súld með köflum V-til. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag:
Suðlæg eða breytileg átt og skýjað á V-verðu landinu, en bjart veður eystra. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast A-til.
Á föstudag og laugardag:
Breytileg átt eða hafgola og bjart með köflum, en sums staðar þokuloft við ströndina. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast í innsveitum.