Hugleiðingar veðurfræðings
Norðaustan kaldi og fremur svalt í dag. Rigning með köflum um norðan- og austanvert landið, en skúrir suðvestanlands, einkum síðdegis. Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og skúrir á víð og dreif á morgun, en norðaustan 8-13 með rigningu suðaustantil. Hiti yfirleitt 10 til 16 stig. Á miðvikudag er útlit fyrir fremur hæga norðanátt. Dálítil væta austanlands og líklega þokuloft við norðurströndna. Bjart með köflum á suðvestanverðu landinu, en þar má búast við stöku síðdegisskúrum. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á Suðvesturlandi.
Veðuryfirlit
250 km S af Færeyjum er 997 mb lægð á hreyfingu NNV, en 800 km SV af Reykjanesi er 987 mb lægð sem þokast A.
Veðurhorfur á landinu
Norðaustanátt, víða 3-10 m/s. Rigning með köflum, en skúrir suðvestantil, einkum síðdegis. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast á suðvestanlands. Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og skúrir á víð og dreif á morgun, en gengur í norðaustan 8-13 með rigningu á Suðausturlandi. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðaustan- og suðvestanlands.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hægur vindur og úrkomulítið, en norðvestan 3-8 m/s og skúrir seinnipartinn. Hiti 7 til 11 stig. Fremur hæg breytileg átt á morgun og stöku skúrir, heldur hlýnandi.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt. Dálítil væta suðaustan- og austanlands en annars úrkomulítið, hiti 8 til 12 stig. Bjart með köflum suðvestantil með hita að 18 stigum.
Á fimmtudag:
Hæg breytileg átt og víða skúrir, hiti 10 til 17 stig.
Á föstudag:
Norðaustan- og norðanátt. Rigning með köflum, en úrkomulítið vestanlands. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast um landið suðvestanvert.
Á laugardag:
Norðvestanátt og dálitlar skúrir. Kólnar heldur norðvestanlands.
Á sunnudag:
Útlit fyrir vestlæga átt með smáskúrum.