Landhelgisgæslan sótti veikan mann um borð í Þórunni Sveinsdóttur
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan hálf tíu í kvöld vegna veikinda sjómanns um borð í Þórunni Sveinsdóttur VE 401, en skipið var staðsett austur af Vestmannaeyjum.
Tilkynning barst rétt eftir klukkan níu og eftir samráð við lækni var þyrlan send af stað til að sækja manninn. Ekki er hægt að veita nánari upplýsingar að svo stöddu.
Umræða