2.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 27. janúar 2023
Auglýsing

160 ríkisstofnanir í 357 þúsund manna samfélagi – Báknið blæs enn út

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

 
Styrmir Gunnarsson vekur athygli á góðri grein Héðins Unnsteinssonar í Morgunblaðinu þar sem að fjallað er um báknið á Íslandi og m.a. bent á að vel yfir 10% af vinnuafli þjóðarinnar starfi hjá opinbera kerfinu á Íslandi. 
,,Héðinn Unnsteinsson, sérfræðingur í stefnumótun hjá Capacent, upplýsir í grein í Morgunblaðinu í dag, að hjá opinbera kerfinu á Íslandi, þ.e. hjá ríki og sveitarfélögum, eru hvorki meira né minna en um 38 þúsund stöðugildi.
Hann bendir einnig á að í 357 þúsund manna samfélagi séu níu ráðuneyti, 72 sveitarfélög og að 160 ríkisstofnanir starfi undir ráðuneytunum níu.
Þessar tölur sýna, að hér hefur orðið til ótrúlega mikil yfirbygging á síðustu áratugum.
Grein Héðins ber yfirskriftina „Einfaldara Ísland“ og þar leggur hann til að ráðuneytin níu verði fjölskipað stjórnvald og að sveitarfélögum verði fækkað verulega niður í átta til sextán sveitarfélög.
Þegar þetta er sagt með svo skýrum hætti blasir við að taka verður til hendi. Það er augljóst að fækkun á sveitarfélögum áhöfuðborgarsvæðinu úr sex í t.d. tvö, mundi draga stórlega úryfirbyggingu og kostnaði við hana.
Sá stjórnmálaflokkur, sem verður fyrstur til að taka þetta mál upp á sína arma mun njóta þess ríkulega í fylgi kjósenda.“ Segir Styrmir Gunnarsson f.v. ritstjóri Morgunblaðsins.