Nóg hefur verið að gera hjá Landhelgisgæslunni þennan morguninn
kl 10:10 Bað lögreglan á vestfjörðum um aðstoð Varðskipsins Þórs við að ferja björgunarsveitafólk frá Bolungarvík í Fljótavík til aðstoðar göngufólki sem þar er í vandræðum. Varðskipið er komið í Fljótavík með mannskapinn og er þar við störf.
Kl 11:33 Óskar lögreglan á Snæfellsnesi eftir þyrlu að sækja einstakling sem lenti í mótorhjólaslysi. Þyrlan fór frá Reykjavík kl 11:44 og lenti við Borgarspítalann kl 12:58.
Kl 12:43 Óska sjúkraflutningar á suðurlandi eftir þyrlu til að fara til móts við sjúkrabíl sem er staddur við Langjökul með veikan einstakling. Þyrlan tók eldsneyti eftir fyrra útkallið og fór í loftið kl 13:20 og er í því núna.
Nánari upplýsingar um hvern einstaka atburð veita Lögregluembætti á viðkomandi svæði.