Hugleiðingar veðurfræðings
Lægðabrautin er suður af landinu þessa dagana og ein myndarleg lægð er núna djúpt suður af Reykjanesi. Þetta þýðir að norðaustlægar áttir verða ríkjandi á landinu í dag og á morgun. Þrátt fyrir það verður vindur á suðvesturhorninu hægur og því má reikna með að gosmóðan verði eitthvað á sveimi um Reykjanesskagann.
Hæglætisveður um helgina og fram í næstu viku, hægur vindur, úrkomulítið og milt veður og líkur á sólarglennum í flestum landshlutum. Gott útivistarveður en ekki beint veður til að feykja gosmóðunni á haf út og því ráðlagt að fylgjast vel með loftgæðum næstu daga. Spá gerð: 27.07.2023 06:45. Gildir til: 28.07.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Austan- og norðaustanátt, víða á bilinu 5-13 m/s, hvassast á norðvestanverðu landinu og við suðausturstöndina. Skýjað og dálítil væta norðan- og austanlands, en bjartviðri suðvestantil. Hiti frá 7 stigum við norðausturströndina, upp í 18 stig suðvestanlands.
Spá gerð: 27.07.2023 10:45. Gildir til: 29.07.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s, en 5-10 með suðurströndinni. Bjartviðri á Vesturlandi, rigning af og til á Suðausturlandi, en skýjað með köflum og stöku skúrir í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Vesturlandi.
Á sunnudag og mánudag:
Hæg breytileg átt. Bjart með köflum á landinu, en skúrir á stöku stað. Hiti víða 12 til 17 stig að deginum.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Hæg breytileg átt. Skýjað með köflum og víða líkur á skúrum, einkum síðdegis. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 27.07.2023 09:30. Gildir til: 03.08.2023 12:00.