2.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 27. janúar 2023
Auglýsing

Brasilía hafnaði móttöku á 20 milljón dollara framlagi frá G7 ríkjum

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img
Stjórnvöld í Brasilíu höfnuðu í nótt 20 milljón dollara framlögum sem G7 ríkin buðu þeim til að takast á við skógarelda sem geisa nú í regnskógum Amazon. Talsmaður forsetans Jair Bolsonaro sagði að Emmanuel Maccron, Frakklandsforseti, ætti frekar að nýta fjármunina heima fyrir. Onyx Lorenzoni, talsmaður Balsonaro forseta sagði að Brasilíumenn kynnu að meta framlagið, en mögulega ættu fjármunirnir frekar heima í öðrum verkefnum, eins og að endurheimta skóglendi í Evrópu.
Onyx Lor­enzoni, starfs­manna­stjóri Bol­son­aro, sagði um framlagið. „Takk, en kannski þess­um fjár­mun­um verði bet­ur varið til að græða upp skóga Evr­ópu, Macron get­ur ekki einu sinn komið í veg fyr­ir fyr­ir­sjá­an­leg­an elds­voða í kirkju sem er hluti af menn­ing­ar­minj­um heims og svo ætl­ar hann að fara að kenna okk­ur eitt­hvað“ Vísaði Lor­enzoni þar til brun­ans í Notre Dame-kirkj­unni í Par­ís í apríl.