Stjórnvöld í Brasilíu höfnuðu í nótt 20 milljón dollara framlögum sem G7 ríkin buðu þeim til að takast á við skógarelda sem geisa nú í regnskógum Amazon. Talsmaður forsetans Jair Bolsonaro sagði að Emmanuel Maccron, Frakklandsforseti, ætti frekar að nýta fjármunina heima fyrir. Onyx Lorenzoni, talsmaður Balsonaro forseta sagði að Brasilíumenn kynnu að meta framlagið, en mögulega ættu fjármunirnir frekar heima í öðrum verkefnum, eins og að endurheimta skóglendi í Evrópu.
Onyx Lorenzoni, starfsmannastjóri Bolsonaro, sagði um framlagið. „Takk, en kannski þessum fjármunum verði betur varið til að græða upp skóga Evrópu, Macron getur ekki einu sinn komið í veg fyrir fyrirsjáanlegan eldsvoða í kirkju sem er hluti af menningarminjum heims og svo ætlar hann að fara að kenna okkur eitthvað“ Vísaði Lorenzoni þar til brunans í Notre Dame-kirkjunni í París í apríl.