Hugleiðingar veðurfræðings
Regnsvæðið, sem fór austur yfir landið í gærdag og nótt, er í morgunsárið komið yfir Austurland, en heldur síðan áfram austur á bóginn og rofar þá til. Fremur hæg suðvestlæg átt og bjart með köflum eftir hádegi, en skúrir á stöku stað. Milt veður og hiti jafnvel að 18 stigum þegar best lætur. Vaxandi lægðardrag við Hvarf nálgast landið og verður að smálægð í nótt, en þá rignir þá sunnantil og fram eftir mánudeginum. Snýst síðan í norðvestlægari átt og styttir upp. Hæg norðanátt og skýjað með köflum fyrir norðan, en skúrir á víð og dreif. Útlit fyrir aðgerðalítið veður á þriðjudag, úrkomulaust að mestu og milt.
Veðurhorfur á landinu
Vestlæg átt, 3-10 m/s, hvassast norðvestantil. Bjart með köflum, en skúrir á stöku stað. Þykknar upp suðvestanlands í kvöld og súld eða dálítil rigning í nótt. Hiti 11 til 18 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Snýst í norðan og norðvestan 3-10 m/s á morgun. Rigning víða sunnanlands framan af degi, en styttir síðan upp. Skýjað með köflum á norðanverðu landinu og skúrir á víð og dreif. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast syðst. Spá gerð: 27.08.2023 09:42. Gildir til: 29.08.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Hæg breytileg átt, en norðaustan 5-10 m/s við austurströndina framan af degi. Bjart með köflum, en smá skúrir á Suðausturlandi. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast syðra.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Hægviðri, en suðaustan 3-8 m/s með suðurströndinni. Víða smá skúrir, en að mestu þurrt norðaustanlands. Hiti 9 til 14 stig.
Á föstudag:
Útlit fyrir vaxandi sunnanátt með rigningu vestantil, en hægara og bjart norðaustantil fram eftir degi. Hlýnandi veður.
Á laugardag:
Útlit fyrir ákveðna sunnanátt með rigningu og hlýindum, en þurrt að mestu norðaustantil.
Spá gerð: 27.08.2023 08:16. Gildir til: 03.09.2023 12:00.