Hugleiðingar veðurfræðings
Kröpp lægð þokast nú til vesturs, fyrir norðan land. Henni fylgir hvöss norðanátt með slyddu eða snjókomu norðvestantil á landinu og eru gular viðvaranir í gildi á þeim slóðum, en seint í dag dregur úr vindi og úrkomu. Norðanáttin verður einnig stíf á suðvesturlandi, en í öðrum landshlutum verður hægari vindur og þurrt að mestu. Seinnipartinn fer þó að rigna suðaustantil á landinu. Hiti 0 til 8 stig, svalast á Vestfjörðum.
Á morgun gengur svo önnur djúp lægð til vesturs fyrir norðan land. Þá er útlit fyrir norðvestan og vestan 15-23 m/s á norður- og norðvesturlandi með talsverðri snjókomu eða slyddu, og á Vestfjörðum hvessir enn frekar þegar líður á daginn. Á þessum slóðum er því útlit fyrir þunga færð og slæmt ferðaveður. Síðdegis á morgun dregur úr ofankomunni, og úr vindi annað kvöld.
Sunnan- og austanlands verður hins og vegar hægari vindur og rigning eða slydda með köflum.
Veðurhorfur á landinu
Norðan 13-23 m/s V-til á landinu í dag og auk þess slydda eða snjókoma NV-lands fram eftir degi, en lægir og dregur úr úrkomu í kvöld. Mun hægari breytileg átt í öðrum landshlutum og þurrt að kalla, en fer að rigna SA-til seinnipartinn. Hiti 0 til 8 stig, mildast SA-lands.
Norðvestan og vestan 15-23 á morgun og talsverð slydda eða snjókoma á N- og NV-landi, en 20-25 m/s á Vestfjörðum kringum hádegi. Hægari vindur og rigning eða slydda með köflum S- og A-lands. Úrkomuminna annað kvöld og dregur úr vindi.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Suðlæg eða breytileg átt 8-15 m/s en hægari vindur síðdegis. Víða skúrir eða slydduél, en úrkomulítið norðan- og austantil á landinu. Hiti 2 til 7 stig yfir daginn.
Á fimmtudag:
Norðaustan 8-15 en 15-20 m/s suðaustantil. Rigning með köflum um austanvert landið, annars þurrt að kalla. Hiti breytist lítið.
Á föstudag:
Norðaustan 10-15 m/s og rigning um landið norðan- og austanvert, en þurrt suðvestanlands. Hiti 4 til 9 stig.
Á laugardag og sunnudag:
Norðan- og norðaustanátt og rigning með köflum um norðanvert landið en bjart með köflum syðra. Hiti 4 til 9 stig.
Spá gerð: 27.09.2021 08:40. Gildir til: 04.10.2021 12:00.