-4.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Djúp lægð stjórnar veðrinu næstu daga

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Hugleiðingar veðurfræðings
Djúp lægð suðvestur af landinu stjórnar veðrinu hér næstu daga. Austlæg átt og nokkuð hvasst, einkum syðst á landinu þar sem slær í storm. Stöku él eða skúrir um landið austanvert í dag, annars þurrt. Hiti 1 til 6 stig, en í kringum frostmark á Norðaustur- og Austurlandi. Léttskýjað sunnan- og vestanlands á morgun, en dálítil slydda eða rigning í öðrum landshlutum og það hlýnar aðeins. Rigning víða um land á fimmtudag, mest á Suður- og Austurlandi og seinni partinn eða um kvöldið snýst hann í hægari suðaustanátt.
Veðuryfirlit
Um 850 km SSV af Reykjanesi er allvíðáttumikil 940 mb lægð sem fer A, en 600 km SA af Jan Mayen er hægfara 985 mb lægð.
Veðurhorfur á landinu
Austan- og norðaustanátt, 18-23 m/s syðst og víða 10-18 annars staðar, en hægari á NA- og A-landi fram á kvöld. Bjartviðri V-lands, en stöku él eða skúrir um landið A-vert. Hiti 1 til 6 stig að deginum, en í kringum frostmark NA-til á landinu. Léttskýjað S- og V-lands á morgun, annars slydda eða rigning með köflum, einkum á A-landi. Hiti 1 til 8 stig, mildast við S-ströndina.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austan 8-15 m/s, en hvassara á Kjalarnesi fram eftir degi. Bjartviðri og hiti 2 til 7 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Austan 15-23 m/s og rigning með köflum, en talsverð rigning á SA- og A-landi. Snýst í hægari suðaustanátt seinnipartinn. Hiti 3 til 10 stig, mildast syðst.
Á föstudag:
Suðaustan 5-13 og rigning með köflum, en snýst í sunnan 8-15 síðdegis og styttir upp NA-til. Hiti 2 til 8 stig.
Á laugardag:
Suðlæg átt og dálítil væta S- og V-til, en gengur í ákveðna norðaustanátt síðdegis með rigningu eða slyddu. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag:
Breytileg átt og rigning eða slydda með köflum. Hiti 1 til 7 stig, mildast SA-til.
Á mánudag:
Útlit fyrir vestlæga átt og skúrir eða él, en bjart veður A-lands.
Spá gerð: 27.10.2020 08:19. Gildir til: 03.11.2020 12:00.