Afkoma Síldarvinnslunnar á árinu verður að líkindum mun betri en búist var við. Þessu greindu stjórnendur fyrirtækisins frá í afkomuviðvörun sem þeir sendu Kauphöllinni í gær.
Fréttastofa ríkisútvarpsins fjallaði fyrst um málið og þar kemur fram að áætlanir fyrirtækisins fyrr á þessu ári hafi gengið út á að 78 til 84 milljóna króna hagnaður yrði af starfseminni í ár. Það er andvirði um tíu milljarða króna.
Við vinnslu níu mánaða uppgjörs hafi komið í ljós að hagnaðurinn stefnir í 96 til 104 milljónir dollara, andvirði tólf til þrettán milljarða króna og að stjórnendur segi að betra afurðaverð skýri betri afkomu.
Umræða

