Barnalögin, meðlag og öfugir hvatar
Foreldrajafnrétti hefur síðustu ár lagt áherslu á umbætur á barnalögum og meðlagskerfi sem snerta forsjá, lögheimili og skipta búsetu. Félagið hefur beitt sér fyrir rannsókn á stöðu umgengnisforeldra, málþingum með ráðherrum og fundum með sifjalaganefnd, sem hafði það markmið að semja nýtt frumvarp að barnalögum. Því miður stöðvaðist þessi vinna þegar stjórnarsamstarfið sprakk og kosningar voru boðaðar.
Á Fundi fólksins, sem haldinn verður daginn fyrir kosningar, munum við ræða hversu úrelt og óréttlátt núverandi kerfi er og hvernig við viljum breyta því til hagsbóta fyrir börn og fjölskyldur. Við hvetjum félagsmenn og almenning til að taka þátt í umræðunum, þar sem sjónarmið ykkar skipta sköpum til að tryggja að réttlátari lög og sanngjarnara kerfi komist á dagskrá hjá næstu ríkisstjórn.
Við vonumst til að sjá ykkur sem flest á fundinum og að heyra ykkar skoðanir á þessu mikilvæga málefni. Saman getum við stuðlað að breytingum!