Dómurinn í Windhoek í Namibíu dæmdi í dag sexmenningana sem eru í haldi vegna Samherjamálsins í áframhaldandi gæsluvarðhald.
Um er að ræða fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, Bernhard Esau og f.v. dómsmálaráðherrann, Sachy Shanghala auk þeirra James Hatuikulipi, f.v. stjórnarformanns Fishcor, Tamson ‘Fitty’ Hatuikulipi, tengdasonur Esau, Ricardo Gustavo og Pius Mwatelulo.
Hinir dæmdu lögðu fram áfrýjun varðandi það hvort handtaka þeirra hafi verið lögmæt og komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að málið yrði tekið á dagskrá dómsins þann 20. febrúar 2020 samkvæmt frétt The Namibian.
https://www.facebook.com/TheNamibianNewspaper/videos/460229218000677/
Umræða