Lögreglan á Suðurlandi í samráði við svæðisstjórn björgunarsveita á svæði 16 hafa tekið ákvörðun um að fresta stærri leitaraðgerðum að Rima Grunskyté Feliksasdóttur um sinn. Heimamenn í Vík hafa tekið að sér að nýta þá veðurglugga sem gefast til að fara um fjörur á leitarsvæðinu en fyrirhugað er að kalla til „stórrar“ leitar um eða undir næstu helgi þegar veðurspá er hagstæð.
Í dag var leitað á svæðinu frá Þjórsá og austur um, allt austur undir Kúðafljót, bæði á landi á fjórhjóladrifnum ökutækjum, af gangadi leitarmönnum þar sem farartæki komast ekki um og úr lofti með þyrlu Landhelgisgæslunnar, allt án þess að leitin bæri árangur. Blautt færi, ísskarir og veður almennt gerði leitarmönnum austantil á svæðinu erfitt um vik
Björgunarsveitir af Suðurland og úr Reykjavík hafa árangurslaust leitað af Rima Grunskyté Feliksasdóttur sem ekkert hefur spurst til síðan um kl 19 s.l. föstudag. Leitað var meðfram strandlengjunni frá Þorlákshöfn að Skaftárósum í vikunni. Einnig var leitað við Dyrhólaey, fótgangandi og með drónum. Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði einnig við leitina.
Lögreglan óskar eftir því að hafi einhver upplýsingar um ferðir Rima frá því kl 19 s.l. föstudag setji sig í samband við lögregluna annað hvort á netfangið sudurland@logreglan.is eða í einkaskilaboðum á Facebook.