5.6 C
Reykjavik
Föstudagur - 3. febrúar 2023
Auglýsing

Icesave samningarnir – Afleikur aldarinnar? – Ísland sýknað fyrir sex árum af EFTA dómstólnum

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Sex ár eru í dag síðan að EFTA dómstóllinn sýknaði íslendinga vegna Icesave

Sex ár eru í dag síðan EFTA dómstóllinn staðfesti að Bretar og Hollendingar ættu enga lögmæta kröfu á hendur íslenskum skattgreiðendum vegna Icesave reikninganna. Þrotabú bankans hefur lokið við að greiða höfuðstólinn sem reynt var að gera skattgreiðendur ábyrga fyrir í þremur Icesvae samningum. Icesave samningarnir gengu út á að gera ólögvarða kröfu Breta og Hollendinga að lögvörðum einkaréttarsamningi með ábyrgð í vösum íslenskra heimila.

Ólafur Ragnar Grímsson, þá forseti Íslands, synjaði Icesave-lögunum staðfestingar öðru sinni og vísaði málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu.
„Þetta mál er á margan hátt erfitt og þetta hefur ekki verið einföld ákvörðun,“ sagði forsetinn í yfirlýsingu um ákvörðun sína og 40 þúsund manns undirrituðu áskorun um synjun og skoðanakannanir sýndu að fólk vildi fá að koma að ákvörðuninni. Þjóðaratkvæðagreiðsla um málið fór fram 9. apríl sama ár höfnuðu sex af hverjum tíu lögunum. Málið endaði að lokum hjá EFTA-dómstólnum. Þann 28. janúar 2013 kvað dómstóllinn upp sinn dóm og sýknaði ríkið af öllum kröfum ESA í málinum.
InDefence-hópurinn var stofnaður til að bregðast við því er bresk stjórnvöld beittu hryðjuverkalögum til að frysta eigur Landsbankans í Lundúnum í október 2008. Það tengdist uppgjöri á Icesave-reikningum bankans þar í landi. Saga hópsins hófst á að hann efndi til undirskriftasöfnunar á Netinu undir slagorðinu „Icelanders are not Terrorists“, hann hafði mikil afskipti af Icesave-samningagerðinni og deilunum við Breta og Hollendinga allt til ársins 2013 þegar niðurstaða EFTA-dómstólsins lá fyrir.
Hér er hægt að skoða myndband sem er að finna á facebook síðu Icesave-samningarnir – afleikur aldarinnar? En þar er ýmis fróðleikur um málið.
https://www.facebook.com/1311192595566318/videos/1807247312627508/
,,Siðferði er aðstandendum kosninga 2017 ofarlega í huga. Við minnum því á siðaboðskap vinstri manna í dag á Icesave deginum, degi baráttunnar gegn ríkisábyrgðum.“ Segir m.a. þar.
Í bókinni Minn tími. Saga Jóhönnu Sigurðardóttur eftir Pál Valsson sem kom út nú fyrir jólin er fjallað um Icesave-málið. Þar viðurkennir Jóhanna að ríkisstjórn hennar hafi gert ýmis mistök við vinnu að lausn á málinu.
Mesta athygli hlýtur að vekja að hún segir að á sig hafi komið hik þegar Steingrímur J. Sigfússon ákvað að ráða Svavar Gestsson til að stýra samningaviðræðum vegna Icesave fyrir hönd ríkisstjórnarinnar.
Um það segir Jóhanna: „Eftir á að hyggja þá viðurkenni ég hins vegar að betur hefði farið á að við hefðum strax fengið hlutlausan erlendan sérfræðing að málinu eins og Lee Buchheit.“ (290)
Og ennfremur:
„(Það) má kalla það afdrifarík mistök hjá Steingrími að ráða pólitískan fóstra sinn, Svavar Gestsson, sem aðalsamningamann. Þar með fékk samninganefndin á sig flokkspólitískan blæ, sem var einmitt það sem hefði átt að forðast.“ (293)
Í umsögn um bókina í Morgunblaðinu segir Anna Lilja Þórisdóttir af þessu tilefni: „Ekki er annað hægt en að velta fyrir sér hvers vegna forsætisráðherra lét mann sem hún efaðist um vera í forsvari í svo mikilvægu máli. Engin haldbær skýring er gefin á því.“

Icesave-málið er fordæmalaust í íslenskri sögu

Sigurður Már Jónsson, fyrrum ritstjóri Viðskiptablaðsins, fjallaði um málið í fyrra og lýsti vinnubrögðum og niðurstöðum samninganefnda Svavars Gestssonarar og Lees Buchheit. Deilurnar um samningana eru raktar sem og afskipti forseta Íslands af málinu. Þá er farið yfir ýmis stóryrði sem féllu á Alþingi og í fjölmiðlum um Icesave, klofninginn vegna málsins í röðum Vinstri grænna og gjörólíka afstöðu margra kunnustu fræðimanna landsins. Veruleikinn er lygilegri en nokkur skáldskapur!

Dómur EFTA-dómstólsins í Icesave- málinu felur í sér að Ísland er sýknað af kröfum ESA um að vera lýst brotlegt við EES-samninginn. Dómstóllinn hafnar því að íslensk stjórnvöld hafi brotið gegn tilskipun um innstæðutryggingar eða mismunað innstæðueigendum. Það er mikið ánægjuefni að málstaður Íslands hafi orðið ofan á í Icesave-málinu og með niðurstöðu EFTA-dómstólsins er lokið mikilvægum áfanga í langri sögu.
Ísland hefur frá upphafi haldið til haga þeirri lagalegu óvissu sem verið hefur um hvort ríki beri ábyrgð á greiðslu lágmarkstryggingar til innstæðueigenda og lagt þunga áherslu á mikilvægi þess að fá úr því skorið fyrir dómstólum. Á því voru hins vegar ekki raunhæfir möguleikar fyrr en Eftirlitsstofnun EFTA ákvað að skjóta samningsbrotamáli sínu til EFTA-dómstólsins.

Með dóminum er lokið samskiptum við Eftirlitsstofnun EFTA í Icesave-málinu. Lagaleg niðurstaða liggur fyrir og ekki er gert ráð fyrir frekari eftirmálum vegna þess af hennar hálfu. Málið hefur verið einkar erfitt viðureignar bæði innanlands og í erlendum samskiptum og olli meðal annars miklum töfum í framvæmd efnahagsáætlunar stjórnvalda. Nú er Icesave-málið ekki lengur fyrirstaða við endurreisn íslensks efnahagslífs.
Mikilvægt er að halda því til haga að greiðslur úr þrotabúi Landsbankans munu halda áfram óháð niðurstöðu EFTA-dómstólsins. Virði eigna þrotabúsins er nú metið á 1.517 milljarða króna sem er um 200 milljörðum króna umfram forgangskröfur sem nema 1.318 milljörðum króna. Af þessum forgangskröfum eru 1.166 milljarðar vegna Icesave-innstæðureikninga en um 150 milljarðar króna vegna heildsöluinnlána m.a. frá sveitarfélögum, líknarfélögum o.fl. sem líka hafa fengið greitt. Úr búinu hafa nú þegar verið greiddir 660 milljarðar króna upp í forgangskröfurnar eða um 50% af heildarfjárhæð þeirra. Af því hafa um 585 milljarðar króna runnið til greiðslu upp í kröfur vegna innstæðna á Icesave-reikningum. Það er fjárhæð sem samsvarar röskum 90% af þeim hluta sem bresk og hollensk stjórnvöld lögðu út vegna lágmarkstryggingar.
Gert var ráð fyrir að Icesave-kröfurnar greiddust upp að fullu af réttum skuldara þeirra, þrotabúi Landsbankans. Setning neyðarlaganna haustið 2008 þar sem innstæðum var veittur forgangur á almennar kröfur mundi leiða til þeirrar niðurstöðu.