Veðurhorfur á landinu
Sunnan og suðvestan 8-15 m/s og skúrir, en úrkomulítið norðaustantil. Hiti 2 til 6 stig en kólnar smám saman í kvöld. Víða él í nótt, en norðan 8-15 eftir hádegi á morgun og styttir upp sunnanlands. Frost yfirleitt 0 til 5 stig. Dregur úr vindi annað kvöld. Spá gerð: 28.01.2023 15:16. Gildir til: 30.01.2023 00:00.
Gul viðvörun vegna veðurs: Suðurland og Suðausturland Meira
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Gengur í austan 15-23 m/s með snjókomu í flestum landshlutum, en 20-28 m/s og rigning syðst undir kvöld. Frost 2 til 7 stig, en hiti að 4 stigum syðst.
Á þriðjudag:
Norðaustan 10-18 m/s og él, en þurrt að kalla sunnantil. Frost 3 til 8 stig.
Á miðvikudag:
Norðlæg átt 5-10 m/s og víða dálítil él, einkum við ströndina. Frost 3 til 13 stig, kaldast í innsveitum norðanlands.
Á fimmtudag:
Hvöss suðaustanátt með slyddu og síðar rigningu í flestum landshlutum, einkum sunnan- og vestanlands. Hlýnandi veður.
Á föstudag:
Vestlæg átt og snjókoma eða slydda með köflum. Hiti um og undir frostmarki.
Spá gerð: 28.01.2023 14:36. Gildir til: 04.02.2023 12:00.