-0.2 C
Reykjavik
Laugardagur - 4. febrúar 2023
Auglýsing

Fann þúsund ára gamlan hring

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Maður sem að var að leita að málmum með málmleitartæki í Mandal í Noregi, fann 1000 ára gamlan gullhring sem að er líklegast frá víkingatímanum.
,,Mig grunaði að hringurinn gæti verið gamall, en hafði aldrei hugsað út í að hann gæti verið frá víkingartímanum,“ segir Bjarne Uleberg finnandi hringsins. Sunnlendingurinn fann gullhringinn á akri í Mandal, í Noregi á sunnudaginn. Þegar hann setti mynd á Facebook þar sem að hópur með sama áhugamál er á, komst hann að því að líklega væri um dýrmætan gullhring um að ræða.
Nú hefur sýslumaðurinn, Yvonne Fernmar Willumsen, í Vestur-Agder fylgi í Noregi, tekið við hringnum. – Ef þú átt hring eins og þennan, varst þú ríkur og auðugur, segir hún. Það var Lindesnes dagblað sem nefndi málið fyrst.
Willumsen sýnir hringinn á skrifstofu sinni en hann verður fljótlega sendur til fornleifafræðinga á menningar og minjasafninu í Oslo þar sem að hringurinn verður rannsakaður. ,,Nú verður hringurinn afhentur fornleifafræðingum og verður svo hluti af söfnun okkar, til sýningar, segir Hanne Lovise Aannestad. Hún er yfirmaður í fornleifafræði og menningarsögudeild safnsins.
Allir hafa áhuga á að skoða málið strax betur og við verðum að athuga hvort þessi hringur sé hluti af stærri munum sem að kunna að vera á þessu svæði, segir hún.

Uleberg, sem er reyndur málmleitarmaður til margra ára, er varkár og vill ekki segja nákvæmlega hvar hringurinn fannst. ,Ef maður upplýsir nákvæmlega hvar hringurinn fannst, koma hundruð manna og sumir þeirra kunna að vera óheiðarlegir. Sumir taka muni sem að þeir finna og selja þá í stað þess að afhenda þá yfirvöldum. Fyrir mig og vissulega marga aðra, eru verðmæti í sjálfu sér sú saga sem að er á bak við þá muni sem ég er að finna. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að varðveita slíka muni á söfnum.

Hann er hissa á því í hversu góðu ástandi hringurinn er í eftir allan þann tíma sem að hann var neðanjarðar. Það hefur verið landbúnaður á þessari jörð í hundruð ára. Þannig að við getum bara verið ánægð yfir því að hringurinn hafi varðveist svona vel. Menningarsögusafninu fannst fundurinn mjög áhugaverður og telur að þarna hafi búið efnamikið fólk því að gull var frekar sjaldgæft á víkingatímanum. ,,Við segjum gjarna að þeir hugsuðu í gulli, en seldu í silfri,“ segir Aannestad.