Áki Ármann Jónsson var endurkjörinn formaður félagsins á aðalfundi Skotveiðifélags Íslands sem haldin var 25. febrúar sl. Áki Ármann er líffræðingur að mennt og var Veiðistjóri frá 1998-2003 og síðar sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun 2003-2017.
Auk hans skipa eftirfarandi stjórn SKOTVÍS:
- Jón Víðir Hauksson, varaformaður
Jón Þór Víglundsson, gjaldkeri - Ívar Pálsson, ritari
- Bjarnþóra María Pálsdóttir
- Einar Kr. Haraldsson
Bryndís Hinriksdóttir
Á fundinum kom fram að rekstur félagsins gekk mjög vel á síðasta ári og einnig fjölgaði félögum um 350 manns. Virkir félagar eru núna 2.408 en voru um 2.060 árið áður.
Nýrrar stjórnar bíða svo fjölmörg krefjandi verkefni, þar sem stofnun Hálendisþjóðgarðs ber hvað hæst og breytingar á veiðilöggjöf og vopnalögum. Nýkjörin stjórn félagsins mun halda áfram að leggja áherslu á hagsmunamál skotveiðimanna í góðri samvinnu við önnur útivistar og náttúruverndarsamtök og stjórnvöld. Fræðsla til veiðimanna og úrvinnsla veiðigagna eru líka forgangsverkefni félagsins á nýju starfsári.
“Andúð gegn veiðum sem elur á fáfræði og fordómum fer vaxandi og eru samfélagsmiðlar óspart notaðir í þeim tilgangi. SKOTVÍS er eina rödd skotveiðimanna útávið, það er mikilvægt að sú rödd sé rökföst, sterk og sameinuð. ”sagði Áki Ármann við lok aðalfundar.