,,Ríkisstjórnin lækkaði persónuafsláttinn og er ekki að ná neinum árangri í skattalækkunum, skattar hafa verið að hækka en ekki lækka. Við munum hækka persónuafsláttinn í 100.000 krónur ef við náum umboði þjóðarinnar. Við viljum ekki gefa út hvað meira við ætlum að gera, því þá afrita hinir flokkarnir stefnuna okkar en standa svo auðvitað ekki við neitt“ Segir Guðmundur Franklín Jónsson hjá Frjálslynda lýðræðisflokknum.
„Við höfum gefið út nokkur atriði sem við ætlum að gera í breytingum á kvótakerfinu, það er alveg óhætt að láta vita af þeim, því enginn af þeim flokkum sem eru á Alþingi vilja eða ætla að breyta kvótakerfinu vegna þess að stórútgerðin er með alla þessa flokka í vasanum og borgar í kosningasjóði þeirra.“
https://www.youtube.com/watch?v=va1bwUukyNY