Frá miðnætti í dag hafa nú mælst yfir 1600 jarðskjálftar á Reykjanesskaga, þar af 33 yfir M3,0 og sjö M4,0 eða stærri. Virknin er aðallega bundin við svæði sem er um 2 km NA við Fagradalsfjall en eftir hádegi færðist virknin lítillega í NA nær Keili.
Auk þess mældust skjálftar við Trölladyngju í nótt og við Grindavík rétt eftir hádegi. Skjálftarnir hafa fundist vel á höfuðborgarsvæðinu að Borgarnesi og austur að Hvolsvelli. Þetta kort sýnir staðsetningu þeirra sjö skjálfta sem hafa mælst M4,0 eða stærri það sem af er degi. Nánar á vef Veðurstofu Íslands : https://www.vedur.is/um-vi/frettir/skjalfti-m57-a-reykjanesi
Ath! Vefur Veðurstofu Íslands hefur legið niðri síðan jarðskjálfti að stærð 3,8 gekk yfir Reykjanesskaga upp úr klukkan hálftíu í kvöld.