Nokkur erill var framan af kvöldi en róaðist svo er leið á nóttina að sögn lögreglu.
Um klukkan 17:00 var tilkynnt um þjófnað á tölvum af hóteli í miðbænum. Tveir karlmenn voru handteknir stuttu síðar og fundust tölvurnar í fórum þeirra. Báðir voru þeir vistaðir í fangaklefa og verða yfirheyrðir með morgninum.
Á svipuðum tíma var karlmaður handtekinn í Hafnafirði fyrir eignaspjöll á bifreið með golfkylfum.
Um klukkan 21:00 missti ökumaður rútu stjórn á rútunni sökum veðurs og festi hana í vegkantinum. Eftir nokkra stund tókst honum að losa rútuna og fylgdu lögreglumenn bílstjóranum í gegnum versta vegkaflann.
Um klukkan 03:30 höfðu lögreglumenn í Kópavogi afskipti af ökumanni sem reyndi að komast undan en náðist fljótt. Hann reyndist vera sviptur ökuréttindum og undir áhrifum vímuefna.
Alls gistu fimm fangageymslur lögreglu.