Dómsmálaráðherra hefur skipað Jónas Þór Guðmundsson lögmann í embætti varadómanda við Endurupptökudóm frá og með 1. mars 2023 til og með 29. febrúar 2028. Samkvæmt frétt á vef stjórnarráðsins.
Jónas Þór lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1995 og öðlaðist málflutningsréttindi sem héraðsdómslögmaður árið 1997 og fyrir Hæstarétti Íslands árið 2009. Að loknu embættisprófi starfaði Jónas Þór meðal annars sem kennslustjóri við lagadeild Háskóla Íslands 1995-1997 og sem lögfræðingur í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1998-1999 en frá þeim tíma hefur hann verið sjálfstætt starfandi lögmaður.
Af öðrum störfum Jónasar Þórs má nefna að hann sat í kjararáði árin 2006-2018, þar af sem formaður síðustu fjögur árin, sat í stjórn Lögmannafélags Íslands 2010-2015, þar af sem formaður 2012-2015 og hann var oddviti yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis 2007-2016. Þá hefur Jónas Þór verið stjórnarformaður Landsvirkjunar frá árinu 2014. Jónas Þór hefur einnig sinnt stundakennslu við lagadeildir Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík.
Umræða