2.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 31. mars 2023
Auglýsing

Tilkynnt um fjórtán líkamsárásir og sex heimilisofbeldismál

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Lögreglan fer yfir mál helgarinnar

Fjórtán ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og/eða fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Tilkynnt var um fjórtán líkamsárásir, þar af eina alvarlega, og farið var í sex útköll vegna heimilisofbeldis.

Á annan tug þjófnaðarmála var tilkynntur til lögreglu, m.a. búðaþjófnaðir, og sömuleiðis barst nokkuð af tilkynningum um eignaspjöll, sem var aðallega veggjakrot í vesturbæ Reykjavíkur.
Um helgina voru enn fremur höfð afskipti af þrjátíu og fimm ökutækjum sem var lagt ólöglega á miðborgarsvæðinu. Þá voru sex umferðarslys tilkynnt til lögreglu á sama tímabili.