Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur sett til kynningar í Samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi um breytingu á raforkulögum.
Frumvarpið mælir fyrir um tilteknar hátternisreglur í raforkuviðskiptum. Kveðið er á um bann við markaðssvikum og ólögmætum innherjaviðskiptum. Einnig er fjallað um opinbera birtingu innherjaupplýsinga, skráningu markaðsaðila og tilkynningaskyld viðskipti.
Í frumvarpinu er einnig lögð til skilgreining á hugtökunum heildsölumarkaður raforku og viðskiptavettvangur raforku. Heilsölumarkaður raforku tekur til allra viðskipta með heildsöluorkuafurðir óháð því hvar og með hvaða hætti viðskiptin fara fram. Viðskiptavettvangur raforku felur í sér skipulagðan vettvang fyrir raforkuviðskipti. Rekstraraðila viðskiptavettvangs ber að uppfylla tiltekin lágmarksskilyrði til að tryggja að viðskipti á vettvanginum fari fram í samræmi við hátternisreglurnar.
Óskað er eftir því að athugasemdir við frumvarpsdrögin eigi síðar en 8. mars nk.
Frumvarp til breytinga á raforkulögum (raforkuviðskipti)