Allt flug WOW air hefur verið stöðvað á meðan samningaviðræðum um hlutafjáraukningu lýkur
Í fréttatilkynningu frá flugfélaginu segir að samningaviðræður við nýjan eigendahóp á félaginu séu á lokametrunum. Samkvæmt tilkynningunni verða nánari upplýsingar gefnar klukkan 9 í dag.
Wow segist í fréttatilkynningunni þakka farþegum fyrir stuðninginn og biðst flugfélagið velvirðingar á þeim óþægindum sem stöðvunin veldur en von er á fréttatilkynningu frá félaginu klukkan níu um framhaldið eins og áður segir.