-2.2 C
Reykjavik
Miðvikudagur - 1. febrúar 2023
Auglýsing

Frá 100% verðhækkun á flugi hjá Icelandair og upp úr

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Ljóst er að fráfall WOW air hefur miklar og slæmar afleiðingar fyrir ferðaiðnaðinn, fyrirtæki og almenning. Fólk hefur óttast að nú muni verð hækka hjá öðrum þar sem að samkeppnin mun minnka alla vega um stundarsakir. Lesandi Fréttatímans hafði samband og benti á að flugmiði sem að hefði kostað um   24.000 kr. til Brussel með Icelandair, kostaði í dag 47.133 krónur.
Þá greindi DV frá því í gær að verðið til Kaupmannahafnar með Icelandair hefði kostað hátt í 100.000 krónur og blaðið greinir frá því í dag að sprenging hafi orðið í verði á flugmiðum hjá félaginu.
,,Þannig kostar 145 þúsund krónur að fljúga aðra leið til Kaupmannahafnar eftir hádegi í dag. Það er Saga Premium miði hjá Icelandair, en ekki er hægt að fá ódýrara flug með félaginu. Þetta segir okkur að það eru aðeins örfá sæti laus. Enn er hægt að fá flug til Kaupmannahafnar á tæpar 100 þúsund krónur á morgun, en ekki er víst að það vari lengi. Það er hins vegar huggun harmi gegn að enn er hægt að fá miða á þokkalegu verði til Lundúna í dag. Þannig kostar rúmar 25 þúsund krónur með Icelandair til Heathrow síðdegis í dag og er þar um að ræða Economy Light miða.“
Samgöngustofa hefur gefið út tilkynningu á vef sínum með leiðbeiningum til farþega Wow air eftir að tilkynnt var í morgun að félagið hafi hætt starfsemi og öll flug verði felld niður.
Tilkynning Samgöngustofu
Hvernig kemst ég á áfangastað?
Farþegum er bent á að kanna möguleika á flugi hjá öðrum flugfélögum. Athugið að sum flugfélög kunna við þessar aðstæður að bjóða farþegum aðstoð í formi björgunarfargjalda. Upplýsingar um þau félög verða birtar um leið og þær liggja fyrir.
Hver eru réttindi mín?
Farþegum sem keyptu flugmiða með kreditkorti er bent á að hafa samband við útgefanda kortsins til að kanna möguleika á að fá flugmiðann endurgreiddan.
Farþegar sem keyptu ferðina af evrópskum ferðaskipuleggjanda sem seldi flugmiðann sem hluta af svokallaðri alferð (þ.e. samsettri ferð þar sem flug er selt ásamt gistingu eða öðrum þjónustuþáttum) eiga rétt á heimflutningi á grundvelli samevrópskra reglna um alferðir. Farþegum er bent á að hafa samband við þann ferðaskipuleggjanda sem þeir keyptu ferð sína af.
Farþegar kunna jafnframt að eiga kröfu á hendur WOW AIR, m.a. á grundvelli reglugerðar um réttindi flugfarþega. Þegar um gjaldþrot er að ræða þarf að lýsa slíkum kröfum í þrotabú flugrekandans.
Hvar fæ ég nýjustu upplýsingar?
Tilkynningin verður birt og uppfærð með nýjustu upplýsingum hverju sinni á eftirtöldum stöðum:

Almennar upplýsingar um réttindi farþega má finna á www.samgongustofa.is