Tilkynning birtist á vef félagsins WOW upp úr klukkan átta. „Wow Air hefur hætt starfsemi. Öllum flugferðum á vegum Wow air hefur verið aflýst,“ segir á vef flugfélagsins. Sex flugvélar Wow Air sem áttu að koma úr Ameríkuflugi í nótt lögðu aldrei upp frá flugvöllum vestanhafs.
Yfirlýsingu Wow Air um að starfsemi flugfélagsins hafi verið hætt fylgja leiðbeiningar til farþega. Þar er þeim bent á að kanna möguleika á flugi hjá öðrum flugfélögum. „Athugið að sum flugfélög kunna við þessar aðstæður að bjóða farþegum aðstoð í formi björgunarfargjalda. Upplýsingar um þau félög verða birtar um leið og þær liggja fyrir.“
Hér má lesa yfirlýsingu Wow Air í heild sinni.
Umræða