,,Í góðæri borga fyrirtæki sér arð, í samdrætti er tapið skuldfært á ríkissjóð og starfsfólkið tekur skellinn“
Efling vekur athygli á að fyrirtæki sem hafa verið að greiða eigendum sínum jafnvel marga milljarða í arð, ríkisvæði nú taprekstur sinn og taka Bláa lónið sem dæmi í því samhengi;
,,Fyrir þennan pening hefði Bláa Lónið getað greitt öllum starfsmönnum hálfa milljón á mánuði út árið — eða laun þeirra sem sagt var upp í þrjú og hálft ár.
Í góðæri borga fyrirtæki sér arð, í samdrætti er tapið skuldfært á ríkissjóð og starfsfólkið tekur skellinn.
Nú vilja atvinnurekendur líka peningagjafir úr ríkissjóði og frestun á launahækkunum sem samið var um í fyrra. Launin okkar eru eina leiðin til að þessi stuðningur skili sér til almennings.
Færum ábyrgðina þangað sem hún á heima. Þeir sem græða eiga að taka skellinn, ekki almennir starfsmenn. — with grímur sæmundsen.“ Segir Efling.
Umræða