Hugleiðingar veðurfræðings
Austanátt í dag, víða kaldi eða stinningskaldi en hægari um landið norðaustanvert. Dálítil slydda eða rigning öðru hverju á Suður- og Suðvesturlandi og hiti 0 til 5 stig. Skýjað en þurrt í öðrum landshlutum og frost yfirleitt 0 til 5 stig að deginum. Áfram austlæg átt á morgun og léttir til, en lítilsháttar él Austalands. Hiti breytist lítið, þó verður aðeins hlýrra í sólinni yfir hádaginn. Á miðvikudag er útlit fyrir hægan vind, bjart veður og fremur kalt.
Veðuryfirlit
Yfir Finnlandi er 985 mb lægð, sem hreyfist SA, en 1036 mb hæð er yfir NA-Grænlandi. 650 km ASA af Hvarfi er 1002 mb lægð, sem hreyfist lítið.
Veðurhorfur á landinu
Austanátt í dag, víða 8-13 m/s og 13-18 syðst, en hægari vindur norðaustan- og austanlands. Dálítil slydda eða rigning öðru hverju á Suður- og Suðvesturlandi, hiti 0 til 5 stig. Þurrt í öðrum landshlutum og frost yfirleitt 0 til 5 stig. Heldur hægari vindur og bjartviðri á morgun, en lítilsháttar él austanlands.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austan 5-13 m/s og skýjað en úrkomuítið. Hægari og léttskýjað á morgun. Hiti 0 til 5 stig.
Spá gerð: 28.03.2022 04:05. Gildir til: 29.03.2022 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Hæg suðlæg eða breytileg átt, en suðaustan 5-10 m/s syðst. Bjart með köflum og hiti víða 0 til 5 stig, en vægt frost NA-til.
Á fimmtudag:
Hæg suðlæg eða breytileg átt, skýjað og sums staðar smá skúrir eða él. Hiti víða 0 til 5 stig að deginum.
Á föstudag:
Hæg suðlæg átt og dálítil rigning eða slydda með köflum, en þurrt að mestu NA-lands. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast syðst.
Á laugardag:
Snýst líklega í norðanátt með éljum fyrir norðan og kólnar í veðri um land allt.
Á sunnudag:
Breytileg átt með úrkomu í flestum landshlutum og svölu veðri.