Eftir að SAS náði ekki samkomulagi við norska, danska og sænska flugmenn félagsins, varð allsherjar verkfall í gær. Um þessa helgi eru 170.000 farþegar strandaglópar út af verkfallinu. Margar brottfarir eru felldar niður, en enginn veit hvort aðilar séu að ná saman um að finna lausn á deilunni eins og er.
Torbjørn Lothe, forstjóri, NHO Aviation. ,,Ég get ekki sagt neitt meira um samningaviðræðurnar, en ég vona að báðir aðilar séu tilbúnir til að tala og finna lausnir,“ segir Lothe.
Flugmennirnir krefjast m.a. 13 prósenta launahækkunar og hagræðingu með tilliti til vinnutíma. Flugmennirnir vilja hafa meiri frítíma að auki og vilja fara betur yfir fleiri mál í sínum kjarasamningum.
Umræða